Innlent

Fjármálaráðherra: Ríkið ætlar ekki að taka ábyrgð á höfrungahlaupi launahækkanna

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkið geti ekki eitt tekið ábyrgð á því höfrungahlaupi sem hafið sé á vinnumarkaði vegna fyrirvara í kjarasamningum um launahækkanir annarra. Launþegar geri óraunhæfar launakröfur.

Bjarni segir að menn þurfi að ræða saman með breyttu hugarfari og sjá hættumerkin. Ef menn hækki laun umfram vöxt framleiðni endi það með verðminni krónu. Hann vill samráð heildarsamtaka launafólks, atvinnurekenda og ríkis og segir íslensku leiðina ekki hafa gefist vel.

Gera einfaldlega of miklar kröfur

ASÍ segir að framhaldsskólakennarar hækki alls um 45 prósent í launum  en auk hækkanna í kjarasamningi sem þeir gerðu í fyrra fá þeir ellefu prósenta sjálfvirka hækkun sem leiði af gerðardómi í máli háskólamanna og hjúkrunarfræðinga.

Þetta er vegna fyrirvara sem settur var í samningana í fyrra. ASÍ gagnrýnir ríkið harðlega fyrir að draga vagninn en fjármálaráðherra segir að aðildarfélög ASÍ hafi sjálf ítrekað sett slíka fyrirvara. Bjarni segir að sjúkrahúsin hafi verið tekin í gíslingu verkfalla og þegar hjúkrunarfræðingar og háskólamenn, hafi ríkið ekki viljað fallast á frekari kröfur og verið gagnrýnt fyrir að setja lög á verkfallið og setja deiluna í gerðardóm.

„Það eru einfaldlega uppi allt of háar kröfur af hálfu stéttarfélaganna í landinu og við þurfum að þroska þetta samtal og fara upp úr þessu fari sem minnir mann á það sem gerðist fyrir áratugum og við ættum að hafa lært eitthvað af,“ segir Bjarni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×