Innlent

Fjármálaráðherra flaggar á fyrsta degi haftaleysis

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson kynntu afnám hafta á sunnudaginn.
Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson kynntu afnám hafta á sunnudaginn. vísir/ernir
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra flaggaði í dag í heila stöng og fagnaði þannig fyrsta haftalausa deginum. Forystumenn ríkisstjórnarinnar tilkynntu á sunnudag að fjármagnshöft yrðu afnumin frá og með 14. mars, eða deginum í dag.

Afnám fjármagnshafta þýðir að gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði afnumin að fullu með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál, sem tóku gildi í dag.

Gjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins árið 2008 en undanfarin misseri hafa verið stigin skref til losunar á þessum takmörkunum.

Benedikt er afar sáttur með þetta skref ríkisstjórnarinnar og birti þessa mynd af íslenska fánanum fyrir utan heimili sitt í Laugardalnum.


Tengdar fréttir

Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun

Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×