Viðskipti innlent

Fjármálafyrirtæki greiða 40 milljarða til ríkisins í ár

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Steinþór Pálsson, bankastjóri og formaður stjórnar SFF, segir ótekjutengd gjöld og skattlagning á skuldir bitna á endanum á viðskiptavinum fjármálafyrirtækjanna.
Steinþór Pálsson, bankastjóri og formaður stjórnar SFF, segir ótekjutengd gjöld og skattlagning á skuldir bitna á endanum á viðskiptavinum fjármálafyrirtækjanna. Vísir / Pjetur
Samtök fjármálafyrirtækja, SFF, áætla að aðildarfélög þess muni greiða 40 milljarða króna til hins opinbera á þessu ári. Upphæðin er 30 prósentum hærri en á síðasta ári og tvöfalt hærri upphæð en fyrirtækin greiddu árið 2007, þegar bankakerfið var átta sinnum stærra en það er í dag.

Þetta kom fram í máli Steinþórs Pálssonar, stjórnarformanns samtakanna og bankastjóra Landsbankans, á SFF-deginum í dag. Steinþóri sagði að ríflega 16 milljarðar af þessari upphæð vegna ótekjutengdra gjalda. Það er tólf milljörðum króna meira en þau gerðu árið 2007.

Samkvæmt SFF eru beinir skattar á lögaðila á Íslandi, það er fyrirtæki, áætlaðir um 167 milljarðar króna á þessu ári. Hlutur fjármálafyrirtækja af því er um fjórðungur, eða áðurnefndir 40 milljarðar.

Steinþór gerir sérstakar athugasemdir við háa skattheimtu af fjármálafyrirtækjum og sagði að ótekjutengd gjöld og háa skatta af skuldum myndi á endanum lenda á viðskiptavinum fjármálafyrirtækjanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×