Erlent

Fjarlægja umdeildan turn við landamærin

Atli Ísleifsson skrifar
Turninn hefur verið skreyttur jólaljósum í kringum hátíðirnar, en það hefur farið í taugarnar á grönnunum í norðri.
Turninn hefur verið skreyttur jólaljósum í kringum hátíðirnar, en það hefur farið í taugarnar á grönnunum í norðri. Vísir/AFP
Suður-Kóreu menn hafa tekið niður turn sem er í laginu eins og tré nærri landamærunum að Norður-Kóreu. Grannarnir í norðri hafa lengi gagnrýnt tilvist og notkun turnsins.

Turninn er staðsettur á hæð sem varin er af suður-kóreska hernum og einungis nokkrum kílómetrum frá landamærunum að Norður-Kóreu. Turninn hefur verið skreyttur ljósum og stórum krossi í kringum jólin, sem hefur reitt trúlausa stjórnarliða í Pyongyang til reiði.

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa margoft farið fram á að tuttugu metra hár turninn verði tekinn niður.

Í frétt AFP segir að ástæðan fyrir því að turninn sé tekinn niður núna tengist þó mótmælum Norður-Kóreumanna ekki neitt. 43 ára gamall turninn sé einfaldlega ekki lengur nægilega traustur. „Öryggisþættir eru helsta ástæðan,“ segir talsmaður suður-kóreskra yfirvalda í samtali við AFP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×