Innlent

Fjárkúgunarmálin ekki komin til saksóknara

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Málin hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Málin hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir
Fjárkúgunarmál systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn forsætisráðherra er ekki komið á borð ríkissaksóknara, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. 

Báðar hafa þær játað aðild sína að málinu en þær sendu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni bréf á heimili hans þar sem farið var fram á átta milljónir króna ella yrðu upplýsingar um meinta aðkomu hans að lánafyrirgreiðslu frá MP banka til Pressunnar gerðar opinberar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Systurnar hafa einnig verið kærðar fyrir meinta fjárkúgun á hendur ónafngreindum manni sem segist hafa greitt þeim 750 þúsund krónur til að komast hjá því að vera kærður fyrir að hafa nauðgað Hlín um páskana. Í kjölfarið af því að hann kærði systurnar sagðist Hlín ætla að leggja fram kæru á hendur honum fyrir nauðgun. 

Malín hefur sagt í yfirlýsingu að hún hafi tekið við miskabótum frá manninum fyrir hönd systur sinnar en að ekki hafi verið um fjárkúgun að ræða.


Tengdar fréttir

„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“

Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×