Innlent

Fjárfestingar 24% grænar

Svavar Hávarðsson skrifar
Betri hjólaleiðum fjölgar.
Betri hjólaleiðum fjölgar. fréttablaðið/stefán
Flokka má fjórðung af fjárfestingum borgarinnar sem grænar og að um 2,5% af öllu vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu séu í grænum atvinnugreinum. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um grænt hagkerfi í Reykjavík sem var kynnt á síðasta fundi borgarráðs.

Þar kemur fram að fjárhagslegt umfang fjárfestinga Reykjavíkurborgar er áætlað 7,3 milljarðar að meðaltali næstu fimm árin og eru grænar fjárfestingar þar af 1,8 milljarðar, eða 24%. Undir grænar fjárfestingar falla m.a. fjárfesting í opnum svæðum, viðhald gönguleiða og úrbætur á forgangsleiðum strætisvagna, endurnýjun sorpíláta og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×