Viðskipti innlent

Fjárfesta langar mikið í Lyfju

Hafliði Helgason skrifar
Fjárfestar eru áhugasamir um að eignast Lyfju. Talið er að endanlegt verð verði um og yfir sex milljarðar króna.
Fjárfestar eru áhugasamir um að eignast Lyfju. Talið er að endanlegt verð verði um og yfir sex milljarðar króna. Vísir/GVA
Mikill áhugi er meðal fjárfesta á að kaupa lyfsölukeðjuna Lyfju og sýndi vel á annan tug áhuga á kaupum á félaginu. Samkvæmt heimildum hefur verið tekin ákvörðun um að þrír fjárfestahópar haldi áfram í seinni hluta söluferlisins.

Íslandsbanki á félagið í gegnum Glitni Holdco ehf., en Virðing sér um ráðgjöf vegna sölunnar.

Áhugi fjárfesta endurspeglast í því að verðið er talið verða á bilinu 8 og 10 sinnum EBITDA (rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði) félagsins sem hefur verið um sex hundruð milljónir króna undanfarin ár. Það þýðir að heildarvirði félagsins verði um eða yfir sex milljarðar króna.

Áhvílandi skuldir Lyfju voru í lok síðasta árs 3,2 milljarðar króna. Velta félagsins á árinu 2015 var tæpir níu milljarðar króna og hagnaðurinn var 254 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×