Innlent

Fjarðabyggð þreytt á seinagangi Isavia

Sveinn Arnarson skrifar
Norðfjarðarflugvöllur er að mati bæjarráðs Fjarðabyggðar mjög mikilvægur og átelur Isavia fyrir áhugaleysi um hann.
Norðfjarðarflugvöllur er að mati bæjarráðs Fjarðabyggðar mjög mikilvægur og átelur Isavia fyrir áhugaleysi um hann. Vísir/Pjetur
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að Fjarðabyggðarhöfn leggi til 25 milljónir króna til að leggja klæðningu á Norðfjarðarflugvöll sem rekinn er af Isavia. Hann sé illa farinn en á sama tíma mikilvægur fyrir sjúkraflug frá Austfjörðum.

Sævar Guðjónsson, formaður hafnarstjórnar, segir það skrýtið að þurfa að setja peninga bæjarins í þessa framkvæmd því Isavia rekur flugvöllinn en virðist ekki fara í nauðsynlegar framkvæmdir við hann. „Það er auðvitað kjánalegt að gera þetta svona og það á ekkert að vera þannig. Hins vegar er þessi flugvöllur þjóðhagslega mikilvægur, með stöndug sjávarútvegsfyrirtæki hér, álverið á Reyðarfirði og svo á stundum er allur íslenski fiskiskipaflotinn úti fyrir Austurlandi. Þá er mikilvægt að geta komið fólki fljótt og örugglega undir læknishendur í Reykjavík,“ segir Sævar.

Isavia rekur íslenska flugvelli samkvæmt samningi við innanríkisráðuneytið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fé á fjárlögum til að leggja klæðningu á flugvöllinn. Vikulega er farið í sjúkraflug til Reykjavíkur frá Norðfjarðarflugvelli. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×