Innlent

Fjarðabyggð þarf sálfræðinga

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Fjarðabyggð.
Í Fjarðabyggð. vísir/gva
Fræðslustjóri Fjarðabyggðar segir vandamál tengd sálfræðiþjónustu fyrir grunnskólabörn í meginatriðum tvíþætt.

„Annars vegar eru það langir biðlistar hjá sálfræðiþjónustu Skólaskrifstofu Austurlands, en hún annast stig 2 og 3 fyrir Austurland og hins vegar er skortur á sálfræðiþjónustu innan HSA, en stofnunni hefur ekki tekist að ráða í stöðugildi sem stofnunin hefur til ráðstöfunar,“ segir um innihald minnisblaðs fræðslustjórans í fundargerð félagsmálanefndar.

„Í minnisblaðinu kemur einnig fram að þeir sem þjónustuna veita séu vel meðvitaðir um stöðuna, en skortur sé á fagfólki og fjármagni.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×