Menning

Fjallar um aðskilnað, nauðungarútlegð og kúgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Athanasia Kanellopoulou verður í Tjarnarbíó í kvöld.
Athanasia Kanellopoulou verður í Tjarnarbíó í kvöld. vísir/anton
Gríski danshöfundurinn Athanasia Kanellopoulou er stödd hér á landi með verkið RUPTURE persephone sem sýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld. Athanasia hefur meðal annars dansað í hinum virta dansflokki Pina Bausch.

„Þetta er í annað skipti sem ég kem til Íslands, ég er virkilega þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að sýna verkið mitt í Tjarnarbíói í kvöld,” segir Athanasia Kanellopoulou grískur danshöfundur, en hún er stödd hér á landi með verkið RUPTURE persephone, sem sýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld, um er að ræða áhugaverða danssýning í samvinnu við Kramhúsið, sem aðeins verður sýnd í þetta eina skipti.

Verkið er sólóverk höfundar sem unnið var í samvinnu við Ramallah Contemporary Dance Festival 2015 í Palestínu. Athanasia samdi verkið árið 2014 frumsýndi það í Palestínu árið 2015. Síðan þá hefur sýningin ferðast víðsvegar um heiminn, meðal annars til Þýskalands, Pólands, Tyrkklands og Kýpur.

„RUPTURE persephone fjallar meðal annars um aðskilnað, nauðungarútlegð og kúgun. Ég get að vissu leiti tengt verkið við Ísland, þar sem fólkið hér býr til dæmis, annað hvort við mikla birtu eða mikinn myrkur” segir Kanellopoulou, spennt fyrir kvöldinu.

Aðeins er um eina sýningu að ræða sem fram fer í Tjarnarbíó í kvöld. Sýningin hefst klukkan 20.30 og óhætt að  segja að dansunnendur ættu alls ekki að láta þessa frábæru sýningu fram hjá sér fara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×