Lífið

Fjallakonur hittust fyrir tilviljun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona.
Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona. Mynd/Af facebook
Fjallgöngugarparnir Vilborg Arna Gissurardóttir og Halla Vilhjálmsdóttir hittust fyrir tilviljun í Chile í gær en þær eru báðar á leið upp á hæsta tind Suðurskautslandsins.

Vilborg Arna er landsþekkt eftir að hún komst á Suðurpólinn í janúar og nú er hún langt á veg komin með að klífa hæstu fjallstinda hverrar heimsálfu, alls sjö tinda.

Ferð Vilborgar hófst á Denali í maí og endar á Everst í maí á næsta ári.

Þær stöllur lentu fyrir tilviljun í sama hópi á leiðinni á tind Vinson Massif en með þeim í för er einnig maður Höllu.

Halla er Íslendingum þekktust sem leikkona en hún hefur búið í Englandi síðustu ár þar sem hún starfar sem slík.

Vilborg sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það hefði verið aldeilis skemmtilegt að mæta á leiðangursfund í morgun þar sem hún hitti Höllu.

„Girl power og team Iceland á Suðurskautinu!“ segir Vilborg einnig á síðu sinni.

Halla hafði einnig sagt á sinni Facebook síðu fyrr í mánuðum að hún hlakkaði mikið til að hitta Vilborgu: „Það er ekki oft sem maður rekst á samlanda sinn utan Íslands, en á Suðurskautinu?! Ja hérna. Ég hlakka til að hitta þessa Vilborgu, við virðumst eiga ótrúlegustu hluti sameiginlega, eins og til dæmis blind date með hvor annarri á jólunum á fjallstindi á Antartíku. Þetta lofar góðu,“ sagði Halla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×