Sport

Fjallað um áhuga NFL á Hafþóri Júlíusi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Eins og áður hefur verið fjallað um var NFL-liðið Indianapolis Colts að íhuga að semja við kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson.

Hafþór birtist nýverið í sjónvarpsþættinum Game of Thrones sem Gregor Clegane, einnig þekktur sem „The Mountain“ eða Fjallið.

Jim Irsay, eigandi Colts, skrifaði um Hafþór á Twitter-síðu sína en ekkert varð af því að félagið gerði samning við Hafþór, sem varð í öðru sæti í keppninni um sterkasta mann heims á dögunum.

NFL.com fjallar um málið í dag sem og fleiri fréttavefir sem tengjast NFL-deildinni.


Tengdar fréttir

Eigandi Colts handtekinn

Eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, Jim Irsay, er farinn í meðferð eftir að hafa verið handtekinn um síðustu helgi.

Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu

Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×