Viðskipti innlent

Fitch hækkar lánshæfi Íslands

Ingvar Haraldsson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Vísir/Arnþór
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfismat ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB+ frá BBB og hækkað lánshæfismatið fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt í A- frá BBB+. Matsfyrirtækið hefur einnig hækkað lánshæfismatið fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í F2 frá F3 og hækkað landseinkunnina (e. Country Ceiling) í BBB+ frá BBB. Horfur fyrir lánshæfismat á langtímaskuldbindingum eru stöðugar.

Fitch er þriðja matsfyrirtækið til að hækka lánshæfi ríkissjóðs á skömmum tíma en áður höfðu Standard&Poor"s og Moody"s hækkað lánshæfiseinkunn Íslands.

Sömu forsendur eru tilgreindar og hjá hinum matsfyrirtækjunum; trúverðug áætlun um afnám fjármagnshafta og von um batnandi skuldastöðu ríkissjóðs.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×