Erlent

Fitbit kom upp um mann sem talinn er hafa myrt eiginkonu sína

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn var ákærður eftir að gögn úr Fitbit tæki konunnar sýndu að hún dó um klukkutíma seinna en maðurinn hafði áður sagt.
Maðurinn var ákærður eftir að gögn úr Fitbit tæki konunnar sýndu að hún dó um klukkutíma seinna en maðurinn hafði áður sagt. Vísir/Getty/Lögregla
Richard Dabate, fertugur maður frá Connecticut ríki í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir að myrða eiginkonu sína þann 23. desember árið 2015. Maðurinn var ákærður eftir að gögn úr Fitbit tæki konunnar sýndu að hún dó um klukkutíma seinna en maðurinn hafði áður sagt.

Maðurinn hafði áður sagt lögreglu að eiginkona hans hafi verið myrt af innbrotsþjófi. Hann hefur verið ákærður fyrir að eiga við sönnunargögn og að bera falskt vitni, auk þess sem hann er ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana.

Maðurinn hafði fyrst sagt að hann hafi komið heim í kringum níu að kvöldi 23. desember 2015 eftir að hafa skilað sonum þeirra í pössun og að innbrotsþjófurinn hafi þá ráðist á hann. Hann sagði að árásarmaðurinn hefði verið hávaxinn feitur maður með djúpa rödd líkt og leikarinn Vin Diesel íklæddur hermannamunstri og með grímu.

Hann sagði að árásarmaðurinn hafi bundið sig fastan eftir átökin og notað byssu heimilisfólksins þegar hann myrti konuna.

Lögreglan fann Richard Dabate bundinn við stól í eldhúsinu þegar hún kom á staðinn og var með grunn sár sem lögregla taldi vera eftir hníf.

Gögn sem fundust á Fitbit úri konunnar sýndu að hennar síðustu hreyfingar voru klukkan 10:05, rúmum klukkutíma eftir að Richard sagðist hafa horft á konuna sína deyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×