Enski boltinn

Firmino falur á 82 milljónir punda fyrir öll lið nema Arsenal

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roberto Firmino er líklega ekki á leiðinni til Arsenal.
Roberto Firmino er líklega ekki á leiðinni til Arsenal. vísir/getty
Roberto Firmino, framherji Liverpool, er með riftunarverð í samingi sínum sem er 82 milljónir punda. Það þýðir að ef eitthvað lið er tilbúið að borga svo mikið fyrir Brasilíumanninn getur Liverpool ekki hafnað tilboðinu.

Það er ef liðið heitir ekki Arsenal.

Samkvæmt frétt Le Soir upp úr nýjasta gagnalekanum í fótboltaheiminum kemur fram að Firmino er með klásúlu inn í klásúlunni þar sem stendur að Arsenal sé undanskilið riftunarverðinu. Liverpool getur því hafnað öllum tilboðum Arsenal í Brassann.

Því er haldið fram að forráðamenn Liverpool séu að hálfpartinn að „hefna“ sín á Skyttunum eftir að Arsenal gerði 40 milljóna punda tilboð og reyndar einu pundi betur í úrúgvæska framherjann Luis Suárez árið 2013.

Það tilboð fór ekki vel í menn á Anfield en eins og frægt er tísti Jown W. Henry, einn eiganda Liverpool: „Hvað eru þeir að reykja þarna á Emirates?“

Roberto Firmino hefur farið á kostum á tímabilinu eins og svo margir leikmenn Liverppol en hann er búinn að skora fimm mörk og leggja upp önnur þrjú í fyrstu þrettán umferðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×