Enski boltinn

Firmino: Klopp er sá besti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp og Roberto Firmino.
Jürgen Klopp og Roberto Firmino. Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Roberto Firmino er ekki í vafa um að Jürgen Klopp sé besti knattspyrnustjórinn sem hann hefur spilað fyrir. Hann þakkar Klopp frammistöðu sína að undanförnu en brasilíski framherjinn byrjaði ekki vel hjá Liverpool en það breyttist við komu Þjóðverjans.

Roberto Firmino hefur farið á kostum á nýju ári og hefur nú skorað sjö mörk og gefið fjórar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016.

„Hann er besti knattspyrnustjórinn sem ég hef unnið með. Ég segi þetta ekki af því að hann velur mig alltaf í liðið. Ég segi það vegna hans hugsunarháttar og hans persónuleika," sagði Roberto Firmino í viðtali í mánaðartímariti Liverpool FC.

„Hann gefur öllum leikmönnum sjálfstraust. Hann gerir sér vel grein fyrir því hvað býr í hverju leikmanni og það nægir honum að segja eitt eða tvö orð við mann og þá fyllist maður bæði sjálfstrausti og finnur traust," sagði Firmino.

„Ég held að það líki öllum að spila fyrir hann og við erum að bæta okkur sem lið þökk sé honum," sagði Firmino.

Klopp hafði kynnst Firmino í þýsku úrvalsdeildinni þegar Brasilíumaðurinn spilaði með Hoffenheim.

„Hoffenheim er lítill klúbbur og það var því erfitt að mæta liði eins Dortmund. Ég skoraði gegn þeim og við unnum svo að stjórinn hafði því séð mig áður," sagði Firmino.

Jürgen Klopp hefur bæði notað Roberto Firmino sem framherja og sem sóknarmiðjumann.

„Ég nýt þess að spila sem framherji. Ég er samt hér til að hjálpa liðinu og er því ánægður svo lengi sem ég fær að spila. Það áskorun að spila á miðjunni en ég er vel undirbúinn fyrir hana," sagði Firmino.

Jürgen Klopp og Roberto Firmino.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×