Erlent

Fipaðist í lendingu í brjáluðu veðri

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Skellurinn var harður.
Skellurinn var harður. Vísir/Skjáskot
Farþegaflugvél breska flugfélagsins Flybe skall í jörðina, þegar hún var að koma inn til lendingar á alþjóðaflugvellinum í Amsterdam í dag. Flugvélin var á leiðinni frá Edinborg. Independent greinir frá.

Áreksturinn var það harkalegur að lendingarbúnaður vélarinnar brotnaði af. Þá straukst hægri vængur vélarinnar við jörðina en atvikið átti sér stað vegna sterkra vindhviða. Í dag gekk stormurinn Doris yfir Bretland með tilheyrandi mannskaða.

Farþegar voru skelkaðir en engum var þó meint af vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×