Innlent

Fínustu hitatölur næstu daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Svipuðu veðri er spáð næstu daga.
Svipuðu veðri er spáð næstu daga. vísir/eyþór
Í dag er spáð austan kalda og dálítilli vætu. Reikna má með súldar- og þokulofti við sjávarsíðunua framan af en léttir víða til er líður á daginn. Lítur út fyrir bjartviðri á Austfjörðum. Rigning sunnanlands seinnipartinn og fremur milt í veðri. Svipað veður á morgun og næstu daga.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á morgun:

Víða dálítil rigning í fyrramálið, en úrkomulítið seinni partinn á morgun. Hiti yfirleitt 8 til 15 stig.

Á föstudag:

Austan 3-10 m/s, en norðaustan 10-15 við NV-ströndina. Fer að rigna á S-verðu landinu og einnig N-til síðdegis. Hiti 8 til 15 stig.

Á laugardag:

Norðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning á Vestfjörðum. Hægari breytileg átt annars staðar og smáskúrir á víð og dreif. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast SA- og A-lands.

Á sunnudag og mánudag:

Austlæg átt og skúrir. Hiti 5 til 13 stig, mildast SV-lands.

Á þriðjudag:

Austanátt og milt veður. Rigning S- lands og á Austfjörðum, annars úrkomulítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×