Innlent

Fínt skíðafæri fyrir norðan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Úr Bláfjöllum þegar hægt var að renna sér.
Úr Bláfjöllum þegar hægt var að renna sér. Vísir/Ernir
Þó svo að fólk á höfuðborgarsvæðinu geti tæplega rennt sér á skíðum í dag þá geta íbúar á Norðurlandi fagnað ágætis færi. Skíðasvæði Tindastóls í Skagafirði sem og skíðasvæðið í Hlíðafjalli eru þannig bæði opin í dag.

Hið fyrrnefnda er opið frá 11 til 16. Þar er nú hægviðri, -1 gráða og snjókoma. Allar helstu lyftur og brekkur í Hlíðarfjalli eru opnar og skíða- og snjóbrettaskólinn verða opin frá klukkan 10 – 12 eða 10 – 14.

VG-Zimsen og SKA halda í fjölskyldudag við skíðagönguhúsið í Hlíðarfjalli frá kl. 12 – 14. Þar verður í boði kennsla á gönguskíði og þá verður einnig hægt að prófa skíðaskotfimi og þrautabraut.

Ekki verður hins vegar opnað í Bláfjöllum aftur fyrr en snjóar og frystir. Mikið hefur tekið upp á svæðinu að sögn staðarhaldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×