Erlent

Iðrast ekki

Samúel Karl Ólason skrifar
Satoshi Uematsu virðist nokkuð
Satoshi Uematsu virðist nokkuð Vísir/AFP
Satoshi Uematsu segist ekki finna til iðrunar eftir að hann myrti nítján fatlaða einstaklinga í versta fjöldamorði Japan frá seinni heimstyrjöldinni. Hann brosti framan í ljósmyndara í nótt þegar verið var að flytja hann úr fangelsi.

Uematsu myrti nítján manns á heimili fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að stríða. Hann hafði áður unnið á heimilinu en sagði lögreglu að hann vildi „frelsa“ fólkið.

Hann batt tvo starfsmenn heimilisins eftir að hafa brotið sér leið þar inn í gegnum glugga. Þá særðust 26 og þar af margir alvarlega.

Sjá einnig: Hafði hótað því að myrða fatlaða áður

Lögreglan hefur ekki veitt miklar upplýsingar um ódæðið en spurningar eru uppi um af hverju Uematsu var ekki undir eftirliti, þar sem hann hafði áður sagst vilja og ætla að myrða fatlað fólk.

Tveimur tímum eftir ódæðið gaf Uematsu sig fram til lögreglu og er hann sagður hafa verið samvinnuþýður. Þegar hann gaf sig fram á hann að hafa sagt lögreglu að hann vilji losa heiminn við fatlað fólk.


Tengdar fréttir

Nítján látnir eftir hnífaárás í Japan

Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug særðir eftir hnífaárás sem gerð var á heimili fyrir fólk með geðræn vandamál í japönsku borginni Sagamihara í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×