Lífið

Finnst alltaf gaman að syngja á böllum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Nú verður ball og ég vona að fólk sé tilbúið að koma og taka sporið,“ segir Helena.
„Nú verður ball og ég vona að fólk sé tilbúið að koma og taka sporið,“ segir Helena. Mynd/Auðunn
„Ég er á leið suður til að syngja í Súlnasal Hótels Sögu annað kvöld með strákunum. Síðast vorum við með tónleika og ball, nú verður bara ball og ég vona að fólk sé tilbúið að koma og taka sporið,“ segir Helena Eyjólfsdóttir söngkona hress.



Hún býr á Akureyri og segist alltaf troða upp þar öðru hvoru.

Helena er ein vinsælasta dægurlagasöngkona landsins og kom fram með danshljómsveitum flest kvöld vikunnar þegar ballmenningin var og hét.

Hún minnist þeirra daga með gleði.

„Mér finnst alltaf gaman að syngja á böllum, þar er ég algerlega á heimavelli og hef unun af að sjá fólk svífa um gólfið í takt við tónana.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×