Erlent

Finnskur eyjaskeggi flúði eftir „innrás“ eigin hers

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Finninn Bjarne Winberg sá herlið koma í land á eyjunni sinni og flúði umsvifalaust á brott.
Finninn Bjarne Winberg sá herlið koma í land á eyjunni sinni og flúði umsvifalaust á brott. Vísir/Getty
Finninn Bjarne Winberg lét fætur toga nýverið þegar hann varð vitni að því að herlið, grátt fyrir járnum, gerði innrás á eyjuna Kamsholmen í Finnlandsflóa.

Winberg sá þungvopnaða hermenn koma í land nærri heimili sínu. Þegar hann sá hermennina halda í nærliggjandi skóglendi dreif Winberg sig af stað, hoppaði um borð í bát sinn, brunaði á brott og hringdi á neyðarlínuna.

Síðar kom í ljós að þarna var eingöngu um að ræða voræfingu finnska hersins. Svo virðist sem að gleymst hafi að segja íbúum Kamsholmen að frá æfingunni sem olli nokkrum ruglingi.

Winberg var þó ekki skemmt og sagði í viðtali við staðarblaðið: „Auðvitað var ég hræddur!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×