Erlent

Finnsk börn sleppa við að læra sænsku

Atli Ísleifsson skrifar
Frá finnsku höfuðborginni Helsinski.
Frá finnsku höfuðborginni Helsinski. Vísir/Getty
Börnum í Finnlandi verður nú gefinn möguleiki að sleppa við að læra bæði finnsku og sænsku í skólanum. Ríkisstjórnarflokkurinn Sannir Finnar hefur lengi barist fyrir því að sænska sé ekki skyldufag í skólum og að nemendur geti þess í stað lært önnur tungumál.

SVT greinir frá þessu. Ríkisstjórnin hefur nú kynnt tillögu sína sem er tilraunaverkefni þar sem 2.200 nemendur að hámarki sem byrja í fimmta eða sjötta bekk grunnskóla haustið 2018 verður gefinn möguleiki á að læra annað tungumál í stað sænsku.

Sannir Finnar, Miðflokkurinn og Þjóðarbandalagið mynda saman meirihluta á finnska þinginu.

„Sögulegt augnablik í finnskri tungumálapólitík,“ segir Sampo Terho, þingflokksformaður Sannra Finna í yfirlýsingu.

Tilraunaverkefnið mun ná til 3,7 prósent allra finnskra barna í aldurhópnum sem um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×