SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 17:45

Defoe ekki lengi ađ láta til sín taka í sigri Englands

SPORT

Finninn fljúgandi er ástćđan fyrir ţví ađ ţú mátt ekki missa af fyrsta bardaga kvöldsins | Myndband

 
Sport
17:25 18. MARS 2017

Gunnar Nelson mætir Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London í kvöld en útsending hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.00. Búist er við því að Gunnar Nelson stígi í búrið um 22.00 en það er góð ástæða fyrir því að byrja að horfa klukkan níu.

Fyrsti bardagi kvöldsins er nefnilega mjög áhugaverður en þar mætast finnski Íraninn Makwan Amirkhani og Arnold Allen í fjaðurvigtinni. Amirkhani er 28 ára gamall strákur sem fæddist í Íran en fluttist síðan til Turku í Finnlandi.

Hann á fimmtán atvinnumannabardaga að baki og hefur unnið þrettán þeirra. Amirkhani kom inn í UFC með látum en hann kláraði Andy Ogle á átta sekúndum.

Finninn byrjaði á fljúgandi hnésparki sem kom Ogle niður og aðeins nokkrum sekúndum seinna var bardaginn stöðvaður. Þetta er einn fljótasti bardagi í sögu UFC og heldur betur innkoma hjá Finnanum.

Bardagann má sjá í spilaranum hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Finninn fljúgandi er ástćđan fyrir ţví ađ ţú mátt ekki missa af fyrsta bardaga kvöldsins | Myndband
Fara efst