Erlent

Finnar loks búnir að eignast þjóðarrétt

atli ísleifsson skrifar
Nærri 50 þúsund Finnar tóku þátt í kosningunni.
Nærri 50 þúsund Finnar tóku þátt í kosningunni. Vísir/Getty
Rúgbrauð hefur verið valið sem „þjóðarréttur Finnlands“. Finnska landbúnaðarráðuneytið, finnsku bændasamtökin og opinber stofnun sem styður finnska matarmenningu hafa síðustu mánuði staðið fyrir kosningu í tilefni af hundrað ára afmælis Finnlands.

Kosið var milli tólf möguleika, þeirra á meðal Karelíu-steikur, Karelíu-böku, pítsu, baunasúpu og páskaeftirréttsins memma.

Í frétt YLE segir að nærri 50 þúsund Finnar hafi tekið þátt í kosningunni þar sem rúgbrauðið hlaut nærri 10 þúsund fleiri atkvæði en Karelíu-steikin.

Rúgbrauðið naut yfirburðastuðnings í yngstu aldurshópunum á meðan Karelíu-steikin var vinsælust í hópi eldri þátttakenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×