Lífið

Finnar hrifnir af Málmhaus

Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri og Þorbjörg Helga Dýrfjörð leikkona.
Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri og Þorbjörg Helga Dýrfjörð leikkona.
Finnar eru yfir sig hrifnir af myndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason.

Myndin er nú sýnd á Helsinki International Film Festival og hefur verið valin til áframhaldandi sýninga í öðrum borgum Finnlands.

Þessu segir Ragnar frá á Facebook-síðu sinni. „Nýja uppáhalds þjóðin mín," skrifar leikstjórinn á síðuna sína.

Finnar hafa löngum verið þekktir fyrir mikinn þungarokksáhuga og því kannski ekki skrítið að myndinni sé vel tekið enda fjallar hún um unga stúlku sem finnur sáluhjálp í þungarokki eftir að bróðir hennar lést í hörmulegu slysi.

F.v. Pétur Ben, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Ragnar Bragason, Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson.visir/VILHELM
Myndin hér að ofan var tekin á forsýningu Málmhaus í Háskólabíó í október 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×