Erlent

Finnar lögleiða hjónabönd samkynhneigðra

Atli Ísleifsson skrifar
Bæði andstæðingar og fylgjendur tillögunnar voru saman komnir fyrir utan þinghúsið í Helsinki.
Bæði andstæðingar og fylgjendur tillögunnar voru saman komnir fyrir utan þinghúsið í Helsinki. Vísir/AFP
Finnska þingið samþykkti í dag að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.

Finnland er þar með tólfta Evrópuríkið til að heimila slíkt. 105 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, en 92 gegn. Tveir þingmenn voru fjarverandi.

Í frétt Hbl segir að stemmningin hafi verið rafmögnuð í þingsal fyrir atkvæðagreiðsluna enda ljóst að mjótt yrði á munum. Mikil fagnaðarlæti brutust út í þingsal eftir að niðurstaðan lá fyrir og fyrir utan þinghúsið biðu bæði fylgjendur og andstæðingar tillögunnar í ofvæni.

167 þúsund Finnar höfðu áður skrifað undir plagg þar sem þrýst var að þingið að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.

Fyrr í vikunni hafði forsætisráðherrann Alexander Stubb skrifað í opnu bréfi að Finnland ætti að sækjast eftir því að þróa samfélag þar sem engin væri mismununin, mannréttindi virt og að tveir einstaklingar gætu gengið í hjónaband, óháð kynhneigð.

Öll Norðurlönd hafa nú lögleitt hjónabönd samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×