Erlent

Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins

Atli Ísleifsson skrifar
Anis Amri er 178 sentimetra að lengd og um 78 kíló að þyngd.
Anis Amri er 178 sentimetra að lengd og um 78 kíló að þyngd. Vísir/AFP
Fingraför Túnisans Anis Amri hafa fundist á hurð vörubílsins sem ekið var inn á jólamarkað í Berlín á mánudagskvöld. Frá þessu greinir Süddeutsche Zeitung.

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hinum 24 ára Amri í Evrópu allri.

Hann hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni.

Þýskir fjölmiðlar segja manninn 178 sentimetra á hæð og um 78 kíló að þyngd. Hann er með svart hár og brún augu. Hann er talinn hættulegur.

Persónuskilríki mannsins höfðu áður fundist í vörubílnum.

Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun, þar sem hann var skráður, en einnig var gerð húsleit í Dortmund.

Amri hafði sótt um hæli í Þýskalandi en umsókninni hafnað. Vísa átti manninum úr landi í sumar en því var frestað vegna ófullnægjandi gagna.

Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni.


Tengdar fréttir

Skildi skilríkin eftir í bílnum

Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×