MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 07:30

Brassar langfyrstir ađ tryggja sér sćti á HM og settu met

SPORT

Fín frammistađa en ţriggja marka tap á móti silfurliđi EM

 
Handbolti
20:24 17. MARS 2017
Rut Jónsdóttir.
Rut Jónsdóttir. VÍSIR/ERNIR

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld með þremur mörkum á móti Hollandi, 23-20, í vináttulandsleik í Almere í Hollandi.

Hollenska landsliðið er eitt hið sterkast í heimi en liðið fékk silfur á síðasta Evrópumeistaramóti eftir tap á móti Noregi í úrslitaleik og komst líka í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti.

Hollenska liðið komst í 6-3 í upphafi leiks og var síðan tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8.  Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur en Holland var þó alltaf skrefinu á undan. Íslenska liðið byrjaði illa í síðari hálfleik og náði Holland forystu 15-8 en þá kveiknaði á íslenska liðinu sem náði að minnka muninn í 17-15 eftir um 15 mínútna leik í sinni hálfleik.

Holland var fjórum mörkum yfir, 22-18, þegar fimm mínútur voru eftir en íslensku stelpurnar unnu lokamínúturnar 2-1.

Íslensku stelpurnar hafa í vikunni verið í æfingarbúðum í Hollandi og spila annan leik við heimastúlkur á morgun.


Mörk Íslands í leiknum skoruðu:
Helena Rut Örvarsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Karen Knútsdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Rut Jónsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Hafdís Renötudóttir átt frábæran leik í markinu og varði 16 bolta.


Leikmannahópur Íslands:
Birna Berg Haraldsdóttir, Glassværket
Elena Birgisdóttir, Stjörnunni
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar
Hafdís Renötudóttir, Stjarnan
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan
Hildigunnur Einarsdóttir, Leipzig
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Karen Knútsdóttir, Nice
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjarnan
Rut Jónsdóttir, Mitjylland
Steinunn Hansdóttir, Skanderborg
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Thea Imani Sturludóttir, Fylkir
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Vipers
Unnur Ómarsdóttir, Grótta

Starfslið:
Axel Stefánsson, þjálfari
Jónatan Magnússon, aðstoðarþjálfari
Þorbjörg Jóh. Gunnarsdóttir, liðsstjóri
Katerina Baumruk, sjúkraþjálfari


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Fín frammistađa en ţriggja marka tap á móti silfurliđi EM
Fara efst