Innlent

Fimmtíu skjálftar í Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stærsti skjálftinn þar mældist 4,5 af stærð og skall hann á um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.
Stærsti skjálftinn þar mældist 4,5 af stærð og skall hann á um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. vísir/guðbergur davíðsson
Frá því í gærmorgun hafa mælst um 50 jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn þar mældist 4,5 af stærð og skall hann á um kvöldmatarleytið í gærkvöldi en hann var við norðurjaðar öskjunnar.

Fimm skjálftar voru á stærðarbilinu 4 til 4,5. Tæplega 10 skjálftar voru í kvikuganginum, allir undir 2 af stærð.

Fáeinir skjálftar voru við norðanverðan Tungnafellsjökul í nótt, sá stærsti 2,2 af stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×