Innlent

Fimmtíu skjálftar í Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tæplega 15 skjálftar voru í kvikuganginum, allir undir 2 að stærð.
Tæplega 15 skjálftar voru í kvikuganginum, allir undir 2 að stærð. vísir/guðbergur
Frá því í gærmorgun hafa mælst tæplega 50 jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn þar mældist 4,6 af stærð um klukkan sex í gærkvöldi og var hann við norðurjaðar öskjunnar.

Annar skjálfti einnig tæplega 4,6 af stærð var við suðurjaðar öskjunnar þrjú í gær. Í allt mældust 7 skjálftar á stærðarbilinu 4 til 4,6.

Tæplega 15 skjálftar voru í kvikuganginum, allir undir 2 að stærð. Við Tungnafellsjökul mældust einnig um 15 skjálftar, sá stærsti 3,1 af stærð kl. 13:17 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×