Erlent

Fimmtíu og tveggja ára með sex ára dóttur sína á brjósti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
„Hún segir við mig „Mamma, mjólk.“ Ég er kannski að gera eitthvað en þetta er svo eðlilegt fyrir okkur að þetta er ekkert stórmál.“
„Hún segir við mig „Mamma, mjólk.“ Ég er kannski að gera eitthvað en þetta er svo eðlilegt fyrir okkur að þetta er ekkert stórmál.“ vísir/getty
Maha Al Musa er 52 ára gömul móðir sex ára gamallar stúlku, Aminah, sem er enn á brjósti. Musa, sem kemur frá Ástralíu, var í viðtali við ástralska tímaritið Woman‘s Day og er fjallað um málið á vef Independent.

Þar kemur fram að Musa mun halda áfram að hafa dóttur sína á brjósti þar til sú stutta vill hætta.

„Hún segir við mig „Mamma, mjólk.“ Ég er kannski að gera eitthvað en þetta er svo eðlilegt fyrir okkur að þetta er ekkert stórmál,“ segir Musa sem er ein elsta kona í heimi til að vera með barn á brjósti.

Fjallað var um Musa í heimildarþættinum Extreme Breastfeeding á Discovery Channel og sætti mikilli gagnrýni í kjölfarið á sýningu þáttarins. Hún spyr hins vegar hvað sé eðlilegt og svarar gagnrýnendum:

„Leyfið móður og barni að ákveða hvað er best fyrir þau.“

Dóttir hennar virðist einnig ánægð með fyrirkomulagið:

„Ég hætti kannski þegar ég verð átta ára.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×