Erlent

Fimmtíu létust í sprengjuárás Boko Haram

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Fimmtíu létust er sprengja sprakk á fjölförnum markaði í Maiduguri í norðausturhluta Nígeríu í gær. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram hefur lýst árásinni á hendur sér.

Tólf tíma útgöngubanni var lýst yfir í kjölfar sprengingarinnar í gær. Boko Haram hefur látið mikið að sér kveða í Nígeríu undanfarin misseri en nú um helgina réðust þeir inn í mosku og myrtu þar að minnsta kosti þrjátíu manns. Þá sendu þeir frá sér myndband í kjölfar árásanna þar sem þeir hótuðu að ganga skrefinu lengra, ásamt því að sýna frá morði á nokkrum nígerskum hermönnum og almennum borgurum.

Liðsmenn öfgasamtakanna hafa orðið meira en þrettán þúsund manns að bana frá árinu 2009 og hrakið um eina komma fimm milljónir frá heimilum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×