Erlent

Fimmtán látnir í hnífaárás í Japan

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Árásamaðurinn gaf sig fram til lögreglu að árásinni lokinni.
Árásamaðurinn gaf sig fram til lögreglu að árásinni lokinni. Vísir/NHK
Að minnsta kosti 15 manns eru látnir og 45 slasaðir eftir að hnífamaður fór hamförum inn á heimili fyrir fatlaða í Sagamihara borg í Japan í dag.

Starfsmaður heimilisins hringdi á lögreglu eftir að árásarmaðurinn braust inn í bygginguna og hóf að stinga fólk.

Árásarmaðurinn sem er á þrítugsaldri var handtekinn af lögreglu eftir að hann gaf sig fram á lögreglustöð í nágrenni við heimilið. Hann segist vera fyrrum starfsmaður heimilisins.

Borgin er staðsett fyrir vestan höfuðborgina Tókýó.

Uppfært kl. 23:20

Tala látinna er nú komin upp í 19 manns. Af þeim 45 sem voru særðir eru 18 alvarlega særðir. Árásamaðurinn hefur ekki gefið upp neina ástæðu fyrir árásinni. Í dag eru liðin akkúrat 15 ár frá því að maður sem var veikur á geði réðst inn í skóla í Osaka og drap átta börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×