Erlent

Fimmtán ára stúlka handtekin fyrir hryðjuverk

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá nýlegri æfingu lögreglunnar í London.
Frá nýlegri æfingu lögreglunnar í London. Vísir/EPA
Lögreglan í London handtók í morgun fimmtán ára stúlku sem grunuð er um að hafa skipulagt hryðjuverk. Stúlkan var flutt á lögreglustöð þar sem hún hefur verið yfirheyrð.

Fyrr í dag sagði lögreglan frá því að 26 ára kona í Staffordskíri hafi verið ákærð fyrir að hvetja fólk til hryðjuverka og að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Hún hafði hvatt fólk til að undirbúa og framkvæma hryðjuverkaárásir á Twitter. Hún var handtekin á Heathrow flugvelli þegar hún kom til Bretlands með flugi frá Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×