Fótbolti

Fimmtán ár frá því Casillas fór í markið hjá Real Madrid

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Iker Casillas stendur vaktina í marki Real í Meistaradeildinni árið 2000.
Iker Casillas stendur vaktina í marki Real í Meistaradeildinni árið 2000. vísir/getty
Iker Casillas, markvörður Real Madrid og spænska landsliðsins í knattspyrnu, tekur þátt í sínum 30. borgarslag annað kvöld þegar Real mætir Spánarmeisturum Atlético Madrid.

Casillas er með ótrúlegan árangur í leikjunum gegn Atlético, en hann hefur aðeins einu sinni verið í tapliði í borgarslagnum síðan hann varði fyrst mark Real.

Í dag eru fimmtán ár upp á dag frá því að Iker Casillas stóð fyrst vaktina í marki Real Madrid, en hann byrjaði leik gegn Athletic Bilbao í San Memés 12. september 1999, þá átján ára gamall.

Casillas fékk tækifærið hjá Walesverjanum JohnToshack, þáverandi þjálfara Real Madrid, og deildi klefa í leiknum gegn Athletic með fyrirliðanum FernandoHierro sem nú er aðstoðarþjálfari hans.

Casillas hefur nú spilað 683 leiki fyrir Real Madrid og unnið tólf stóra titla, þar af spænsku deildina fimm sinnum og Meistaradeildina í þrígang.

Hann er þriðji leikjahæstur hjá félaginu í sögu þess, en aðeins ManuelSanchíz (710 leikir) og Raúl (741 leikur) hafa spilað fleiri leiki fyrir þá hvítu en Casillas.

Til viðbótar við að lyfta öllum bikurum sem í boði eru í félagsliðafótboltanum hefur Casillas einnig lyft Evrópubikarnum og heimsmeistarabikarnum sem fyrirliði Spánar.

vísir/getty
vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×