Viðskipti innlent

Fimmta mesta velta ársins í Kauphöllinni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Viðskipti með bréf Reita nam 1,4 milljörðum króna í dag.
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Viðskipti með bréf Reita nam 1,4 milljörðum króna í dag. Vísir/Valli
Mikil velta átti sér stað í Kauphöll Íslands í dag. Heildarvelta nam 18,7 milljörðum króna, þar af nam velta hlutabréfa 4,6 milljörðum króna. Velta hlutabréfa var sú fimmta mesta á árinu og þrisvar sinnum meira en hefur tíðkast undanfarin misseri. Þetta staðfestir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar.

Mesta velta var með bréf Reita, en hún nam 1,4 milljörðum króna. Hlutabréfaverð Reita hækkaði um 4,39% í dag. Nýherji hækkaði mest eða um 4,54% í 5,4 milljón króna viðskiptum. Össur var eina félagið sem lækkaði á markaði í dag en það lækkaði um 2,59% í 356 þúsund króna viðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×