Innlent

Fimmföldun reiðhjólaslysa á undanförnum áratug

Ásgeir Erlendsson skrifar
Fimmföldun hefur orðið á reiðhjólaslysum á Íslandi undanfarinn áratug. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill sporna gegn þessari þróun og hleypti af stokkunum átakinu, Kanntu að hjóla örugglega?

Þorvaldur Friðrik Hallsson, varaformaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir fjölgunina of mikla en engu að síður skýrist hún að hluta vegna mikillar fjölgunar reiðhjólamanna á landinu.

„Þeim hefur fjölgað gríðarlega síðastliðin 10 árin eða um 500%. Hjólreiðanotkun hefur aukist almennt á landinu þannig að  það er líka mikil aukning í því. “

Átakinu er ætlað að árétta þá mikilvægu þætti sem gætu spornað gegn slysum.

„Við verðum að byrja á því að taka til í okkar eigin ranni, bæði í öryggisbúnaði og nota hjálminn. Við ætlum núna að eyða maímánuði í að hitta fólk á förnum vegi. Fara á hjólreiðastíga, dreifa fræðsluefni og vekja athygli á þessu.“ Segir Þorvaldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×