Innlent

Fimm til viðbótar lagðir inn á almenna deild

Birgir Olgeirsson skrifar
Sautján vorufluttir á Landspítalann en 27 til viðbótar voru fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ.
Sautján vorufluttir á Landspítalann en 27 til viðbótar voru fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm
Af þeim 42 sem voru í rútunni sem fór út af veginum á Þingvallavegi í morgun voru sautján fluttir á Landspítala Íslands. Þar af voru tveir fluttir á gjörgæsludeild, þar sem þeir dvelja enn, en fimm til viðbótar voru lagðir inn á almennar deildir. Aðrir eru enn á bráðamóttöku í rannsóknum en búið er að útskrifa nokkra til vibótar af sjúkrahúsinu en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Farþegarnir voru flestir kínverskir en rútan fór á hliðina við Skálafellsafleggjarann á Þingvallavegi rétt upp úr klukkan tíu í morgun.

Sautján voru sem fyrr segir fluttir á Landspítalann en 27 til viðbótar voru fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ.

Bílstjóri og leiðsögumaður voru íslenskir en rútan var á vegum Skagaverks ehf. Rútan var ekki á nagladekkjum en á góðum dekkjum að sögn forsvarsmanns Skagaverks.


Tengdar fréttir

Flestir farþegar rútunnar kínverskir

Meirihluti farþeganna sem voru um borð í rútu sem hafnaði utan vegar á Þingvallavegi í morgun er kínverskur en ökumaður rútunnar og leiðsögumaður eru íslenskir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×