Innlent

Fimm þúsund króna sekt fyrir að horfa á fótboltaleik í Fossvoginum

Lögreglan hefur verið iðin við það undanfarið að sekta þá sem leggja utan merktra bílastæðasvæða.
Lögreglan hefur verið iðin við það undanfarið að sekta þá sem leggja utan merktra bílastæðasvæða. Mynd/Egill
Fjöldi manns þurfti að greiða 5000 króna aukagjald fyrir að sækja fótboltaleik Víkings og Fram sem fram fór í Víkingsheimilinu í gærkvöld, þar sem lögreglan sektaði alla þá sem tóku til þess ráðs að leggja bílum sínum upp á grasfleti í nágrenni heimilisins. Framarinn Pálmi Bergmann segir þetta dónaskap og þröngsýni.

„Bílarnir eru ekkert fyrir, það er enginn að leggja uppi á gangstétt eða neitt svoleiðis, en þeir sem lögðu á götunni, þeir sluppu, því það stendur hvergi að það sé bannað að leggja á götunni. Það er hinsvegar bannað samkvæmt einhverjum lögum að leggja á grasi." segir Pálmi.

Þegar hann ræddi við lögreglumann sem var á svæðinu benti hann Pálma á að hægt væri að leggja við Grillhúsið á Sprengisandi, en hann segist efast um að eigendur Grillhússins yrðu ánægðir ef stæði veitingastaðarins fylltust af bifreiðum vallargesta.

„Fólk var mjög reitt þegar það kom af vellinum, sérstaklega liðið sem tapaði. Þeir voru ekki par ánægðir að fá 5000 kall ofan á allt hitt." segir Pálmi, en þess ber að geta að Fram vann leikinn með einu marki gegn engu.

Við Víkingsheimilið eru tæp 80 bílastæði en rúmlega 1500 áhorfendur sóttu leikinn í gær.


Tengdar fréttir

Sektanir lögreglu jaðra við einelti

"Mér finnst þetta jaðra við einelti orðið, þeir eru hérna allar stundir þegar eitthvað er um að vera hjá okkur:“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings, um sektanir lögreglu á bílum sem lagt hafa á grasblettum fyrir utan heimilið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×