Innlent

Fimm starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hrafnista í Reykjavík.
Hrafnista í Reykjavík. Vísir/Ernir
Fyrir helgi var fimm starfsmönnum á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík sagt upp störfum. Kemur það til vegna þess að ríkið mun ekki endurnýja samning um rekstur endurhæfingarrýma fyrir aldraða sem búa enn í eigin húsnæði. RÚV greinir frá þessu.

Samningurinn um endurhæfingarrýmin, sem eru alls 20 talsins, rennur út í vor en hann tók gildi árið 2009. Í samtali við RÚV segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, það vera mikil vonbrigði að ríkið ákveði að endurnýja ekki samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×