Menning

Fimm smámunir fyrir strengjakvartett

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Prúðbúinn strokkvartett.
Prúðbúinn strokkvartett.
Hádegistónleikar verða í Kapellu Háskóla Íslands í dag. Þar flytur Strokkvartettinn Siggi  strengjakvartett í f moll opus 95, Serioso, eftir Ludwig van Beethoven og Fimm smámuni fyrir strengjakvartett eftir Atla Heimi Sveinsson.

Strokkvartettinn Sigga skipa fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir sem leikur á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.30.

Enginn aðgangseyrir er að þeim og allir eru velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×