Innlent

Fimm skjálftar yfir fjórum stigum

Samúel Karl Ólason skrifar
Jarðeldarnir í Holuhrauni sáust af og til á vefmyndavélum í gær.
Jarðeldarnir í Holuhrauni sáust af og til á vefmyndavélum í gær. Vísir/Egill
Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá klukkan níu í gærmorgun voru 4,3 að stærð. Þeir skullu á klukkan 11:15 og 17:42. Fimm aðrir skjálftar voru yfir fjögur stig að stærð, en alls mældust tæplega 50 jarðskjálftar í Bárðarbungu samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Við norðurenda kvikugangsins mældust tveir skjálftar og báðir voru minni en tvö stig.

Þá hefur smáskjálftahrina sunnan Langjökuls, um tíu kílómetra norðvestur af Geysi haldið áfram. Tæplega tuttugu jarðskjálftar hafa mælst á þeim slóðum síðan í gærmorgun klukkan níu. Stærstur þeirra var 2,2 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×