Innlent

Fimm skjálftar yfir fjögur stig síðasta sólarhringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Í kvikuganginum hafa mælst ellefu skjálftar á síðasta sólarhring, þeir stærstu um 1,5 stig.
Í kvikuganginum hafa mælst ellefu skjálftar á síðasta sólarhring, þeir stærstu um 1,5 stig. Vísir/Auðunn
Fimm jarðskjálftar hafa mælst stærri en fjögur stig við brún Bárðarbunguöskjunnar síðasta sólarhringinn. Stærsti skjálftinn mældist var 4,8 og varð kl. 13:14 í gær.

Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að tæpur tugur skjálfta hafi orðið milli 3 og 4 að stærð. „Upptök flestra voru við norðurbrún öskjunnar. Tæplega 90 skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu eins og sólarhringinn þar á undan.“

Í kvikuganginum hafa mælst ellefu skjálftar á síðasta sólarhring, þeir stærstu um 1,5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×