Lífið

Fimm munnmakaráð Dóra DNA: Kókosvatn, kælingar og kuðungar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekki er vitað til þess að tungulipri rapparinn hafi veitt slík munnmakaráð áður.
Ekki er vitað til þess að tungulipri rapparinn hafi veitt slík munnmakaráð áður. Vísir/ANton
Uppistandarinn og rapparinn Halldórs Halldórsson, alla jafna kallaður Dóri DNA, skipar sér í sveit með öðrum góðvinum kvenþjóðarinnar með fimm munnmakaráðum sem hann deilir með fylgjendum sínum á Twitter í dag.

Í ráðum hans kennir ýmissa grasa. 

Grínistinn leggur til að áður en leikar hefjast skuli öskrað duglega á píkuna, hún vökvuð og síðan beðin afsökunar. Þá eigi að hlusta á sköpin með hljóðpípu, líkt og um kuðung væri að ræða. Þá er rétt að gráta duglega ofan í sköpin ef vel á að takast til.

Tístin má sjá hér að neðan en ráðunum skal tekið með temmilegum fyrirvara. Réttara er að álykta að grínistinn góðkunni sé að gera gys að umræðunni sem skapaðist á samfélagsmiðlunum í gær vegna greinar sem birtist á Smartlandi þar sem fólki var kennt að veita karlmönnum munngælur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×