MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:49

„Viđ erum ekki hérna til ađ leggja hald á olíu“

FRÉTTIR

Fimm mörk frá Guđjóni í sigri Barcelona

 
Handbolti
17:34 21. FEBRÚAR 2016
Guđjón Valur fagnar marki í búningi Barcelona.
Guđjón Valur fagnar marki í búningi Barcelona. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Barcelona rígheldur í toppsætið í B-riðli Meistaradeildar Evrópu, en Barcelona vann fimm marka sigur á MOL-Pick Szeged, 30-25.

Spánverjarnir byrjuðu betur og leiddu með naumindum fyrstu tuttugu mínúturnar. Á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 19-14.

Í síðari hálfleik héldu spænsku meistararnir forystunni út allan leikinn og í rauninni var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokatölur 30-25.

Wae Jallouz var markahæstur hjá Barcelona með sex mörk ásamt Kiri Lazarov. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk úr sex skotum, en Dean Bombac skoraði sex mörk fyrir Szeged.

Barcelona er á toppi riðilsins með 19 stig eftir leikina tólf sem búnir eru og eru á upp úr riðlinum. Szeged er í þriðja sætinu með fimmtán stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Fimm mörk frá Guđjóni í sigri Barcelona
Fara efst