Viðskipti innlent

Fimm milljarða velta með hlutabréf í Reitum

ingvar haraldsson skrifar
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. vísir/daníel
Velta með hlutabréf í fasteignafélaginu Reitum hefur numið 5 milljörðum það sem af er degi í Kauphöll Íslands.

Meðal kaupenda eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna sem keypti 12 milljónir hluta í Reitum samkvæmt flöggunartilkynningu til Kauphallar Íslands. Ástæða flöggunarinnar er að eignahlutur lífeyrissjóðsins fór yfir 10 prósent og jókst úr 9,6 prósentum í 11,2 prósent.

Miðað við gengi dagsins í dag hefur lífeyrissjóðurinn borgað 760 milljónir króna fyrir hlutina.

Gengi hlutabréfa í Reitum hefur lækkað um 0,47 prósent í kjölfar viðskiptanna og stendur nú í genginu 63,5. Heildarvirði Reita nemur tæplega 50 milljörðum og því hefur veltan numið 10 prósent hlutafjár í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×