Erlent

Fimm létust í umsátrinu í Kabúl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fylgst með Intercontinental-hótelinu í Kabúl úr fjarska. Umsátrið hófst klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi.
Fylgst með Intercontinental-hótelinu í Kabúl úr fjarska. Umsátrið hófst klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. Vísir/afp
Umsátrinu á Intercontinental-hótelinu í Kabúl, höfuðborg Afganistan, sem hófst í gær er nú lokið. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar létust og sex særðust í umsátrinu, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá yfirvöldum. BBC greinir frá.

Allir árásarmennirnir, sem í fyrstu voru taldir fjórir en síðar kom í ljós að voru þrír talsins, voru skotnir til bana af viðbragðsaðilum. Þá var yfir 150 manns bjargað úr umsátrinu.

Umsátrið hófst klukkan 21 að staðartíma þegar árásarmennirnir réðust inn á Intercontinental-hótelið í Kabúl. Fregnir bárust af því að mennirnir hefðu skotið öryggisverði á leið sinni inn á hótelið og svo hafið skothríð á hótelgesti.

Fyrir nokkrum dögum síðan varaði bandaríska sendiráðið í Kabúl við hótelum í borginni vegna hryðjuverkaógnar. Enginn hryðjuverkahópur hefur þó enn lýst yfir ábyrgð á umsátrinu. Yfir 20 manns létust í árás Talíbana á Intercontinental-hótelið árið 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×