Enski boltinn

Fimm leikja bann fyrir að úthúða kvendómara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McCormack, sá sköllótti, er hér í leik gegn Blackburn.
McCormack, sá sköllótti, er hér í leik gegn Blackburn. vísir/getty
Alan McCormack, leikmaður enska liðsins Brentford, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann og hann þarf einnig að greiða sekt upp á 845 þúsund.

Ástæðan fyrir þessu langa banni er að hann úthúðaði kvenkynsaðstoðardómara og gekk allt of langt.

Hann er sagður hafa gert lítið úr því að hún væri kona og hefði ekkert erindi í karlaboltann.

McCormack má spila næst þann 3. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×