Innlent

Fimm kostir fyrir flugvöll í skoðun

Samúel Karl Ólason skrifar
V'isir/Vilhelm
Stýrihópur ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair sem unnið hefur að athugun á framtíðar flugvallarkostum fyrir innanlandsflug segir fimm kosti mögulega. Mögulegum staðsetningum var fækkað úr fimmtán í fimm og til stendur að fækka valkostum enn frekar.

Þeir kostir sem enn eru á borðinu eru Bessastaðanes, Löngusker, Hvassahraun, Hólmsheiði og nýjar útfærslur á flugvellinum í Vatnsmýri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Ragna Árnadóttir, formaður stýrihópsins segir í samtali við Morgunblaðið að til standi að stytta listann enn frekar. Þó þyrfti frumkönnun nefndarinnar að ljúka fyrst og vonar hún að það gerist í lok október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×